Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 597. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1300  —  597. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum vegna nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Frá utanríkismálanefnd.



     1.      Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Á eftir orðunum „í EES-landi“ í 6. mgr. 8. gr. laganna kemur: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     2.      Á eftir III. kafla komi tveir nýir kaflar, IV. kafli, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, með sjö nýjum greinum, 22.–28. gr., og V. kafli, Iðnaðarráðuneyti, með þremur nýjum greinum, 29.–31. gr., svohljóðandi:
             a. (22. gr.)

             Breyting á hjúkrunarlögum, nr. 8/1974, með síðari breytingum.

                  2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 4. gr. laga nr. 116/1993 og 4. gr. laga nr. 76/2002, orðast svo: sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á hjúkrunarleyfi í landi sem er aðili að samningi um Evrópskt efnahagssvæði eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        b. (23. gr.)

Breyting á lögum um lyfjafræðinga, nr. 35/1978, með síðari breytingum.

                  Í stað orðanna „og stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 116/1993 og 10. gr. laga nr. 76/2002, kemur: eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        c. (24. gr.)

Breyting á ljósmæðralögum, nr. 67/1984, með síðari breytingum.

                  2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 116/1993 og 14. gr. laga nr. 76/2002, orðast svo: sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á ljósmæðraleyfi í landi sem er aðili að samningi um Evrópskt efnahagssvæði eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        d. (25. gr.)

Breyting á lögum nr. 38/1985, um tannlækningar, með síðari breytingum.

                  2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 116/1993 og 16. gr. laga nr. 76/2002, orðast svo: sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á tannlækningaleyfi í landi sem er aðili að samningi um Evrópskt efnahagssvæði eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        e. (26. gr.)
                  2. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 116/1993 og 18. gr. laga nr. 76/2002, orðast svo: hann fengið staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á sérfræðingsleyfi frá landi sem er aðili að samningi um Evrópskt efnahagssvæði eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        f. (27. gr.)

Breyting á læknalögum, nr. 53/1988, með síðari breytingum.

                  2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 116/1993 og 19. gr. laga nr. 76/2002, orðast svo: sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á lækningaleyfi í landi sem er aðili að samningi um Evrópskt efnahagssvæði eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        g. (28. gr.)
                  2. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 116/1993 og 21. gr. laga nr. 76/2002, orðast svo: hann fengið staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á sérfræðingsleyfi í landi sem er aðili að samningi um Evrópskt efnahagssvæði eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        h. (29. gr.)

Breyting á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991, með síðari breytingum.

                  Við 1. mgr. 65. gr. a laganna, sbr. 24. gr. laga nr. 36/1996 og 1. gr. laga nr. 132/1997, bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ákvæðin taka einnig til ríkisborgara og lögaðila aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
         i. (30. gr.)

Breyting á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita
sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum.

                  Á eftir orðunum „samningi um Evrópska efnahagssvæðið“ í 2. gr. laganna kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
         j. (31. gr.)
                  Við 1. mgr. 4. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 69/2002, bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ríkisborgarar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu njóta sama réttar.
     3.      Við 22. gr., er verði 33. gr. Við 2. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við afgreiðslu einstakra umsókna er heimilt að kveðja til sérfróðan dýralækni úr þeirri sérgrein sem sótt er um viðurkenningu á.
     4.      Á eftir 23. gr., er verði 34. gr., komi ný grein, svohljóðandi:
                  Á eftir orðunum „á Evrópska efnahagssvæðinu“ í 4. tölul. 18. gr. laganna kemur: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     5.      Á undan 32. gr., er verði 45. gr., komi ný grein, svohljóðandi:
                  Á eftir orðunum „á Evrópska efnahagssvæðinu“ í 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     6.      Við 35. gr., er verði 48. gr. A-liður orðist svo: Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðisins“ í 2. mgr. kemur: og ríkisborgarar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     7.      Á eftir VI. kafla, er verði VIII. kafli, komi nýr kafli, IX. kafli, Viðskiptaráðuneyti, með sex nýjum greinum, 50.–55. gr., svohljóðandi:
         a. (50. gr.)

Breyting á lögum nr. 7/1936, um samningsgerð,
umboð og ógilda löggerninga, með síðari breytingum.

                  Við 36. gr. d laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 14/1995, bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ef ákvæði samnings tengist landsvæði aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu með samsvarandi hætti skal neytandinn eigi njóta lakari verndar en samkvæmt löggjöf viðkomandi lands á svæðinu.
         b. (51. gr.)

Breyting á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum.

                  Í stað orðanna „aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 5. málsl. 1. mgr. 115. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 116/1997 og 62. gr. laga nr. 76/2002, kemur: í ríki sem er ekki aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
         c. (52. gr.)

Breyting á lögum nr. 159/1994, um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög.

                  Við 1. mgr. 1. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ríkisborgarar og lögaðilar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu njóta sama réttar og í ákvæðunum felast enda sé um gagnkvæmni að ræða.
          d. (53. gr.)

Breyting á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum.

                  Í stað orðanna „í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í 5. málsl. 1. mgr. 141. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 117/1997 og 67. gr. laga nr. 76/2002, kemur: í ríki sem er ekki aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
         e. (54. gr.)

Breyting á lögum nr. 28/2001, um rafrænar undirskriftir.

                  Á eftir orðunum „á Evrópska efnahagssvæðinu“ í b-lið 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
         f. (55. gr.)
                  Á eftir orðunum „á Evrópska efnahagssvæðinu“ í a-, b- og c-lið 22. gr. laganna kemur: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.